Úttekt.is
Sérfræðingar í Ástandskoðun Fasteigna
Mikilvægt er fyrir fólk að fá óháða úttekt á skoðun fasteigna við kaup eða sölu fasteigna eða sérstakar skoðanir eins og mygla, gallar eða annað tengt kallaðar ástandsskoðanir.
Úttekt.is
Úttekt.is hefur sérhæft sig í ástandsskoðun fasteigna. Mikill metnaður er lagður í þjónustuna við viðskiptavini og er unnið eftir skilgreindu gæðakerfi. Eigandi vörumerkis Úttekt.is er Langeldur ehf sem er leiðandi ráðgjafa fyrirtæki í byggingariðnaði. Allar skoðanir eru framkvæmdar af faglærðu starfsfólki, þ.m.t. Byggingaiðnfræðingur, Byggingastjóri, Löggildur húsasmíðameistari, Dómskvaddur matsmaður.
Þjónusta
Söluskoðun fasteigna
hentar seljendum og kaupendum fasteigna
Söluskoðun fasteigna er mikilvægt skref fyrir aðila í fasteignaviðskiptum til að draga fram rétt ástand á þeirri fasteign sem um ræðir. Söluskoðun gerir fasteignaskipti öruggari og minkar áhættu á málaferlum milli kaupenda og seljenda. Sérfræðingur í mati fasteigna og ástandsskoðunum tekur út húsnæðið eftir virku gæðakerfi og gerir viðskiptavini grein fyrir niðurstöðum á faglegan máta.
Ástandsskoðun fasteigna
Afmarkaður hluti húsnæðis skoðaður eftir beiðni verkkaupa.
Við ástandsskoðun fasteigna er einstakt mál tekið fyrir eftir beiðni verkkaupa, það getur átt við afmarkaðan hluta fasteignar eða sérstakt mál tengt einherjum galla eins og myglu, lekavandamál, skoðun á þaki, skoðun á galla málun og þess háttar. Við erum með reynslu í gerð matskýrslna, gerð ástandsskoðana á húsum til að meta viðhaldsþörf, endingartíma byggingarhluta. Úttekt fagmanna og álitsgerðir gerir eigendum skýra mynd á ástandi fasteignar og geta því tekið upplýsta ákvörðun um framhald og skipulagt viðhald.
Leiguskoðanir
óháð leiguskoðun fyrir leigusamning.
Leiguskoðun fasteigna er gerð til að taka stöðumat á eign við upphaf leigutíma og teknar ljósmyndir af óháðum aðila. Gerð er yfirlýsing um úttekt leiguskoðunar og fá leigusali og leigutaki afrit og úttekt.is geymir eitt afrit og ljósmyndir sem hægt er að nálgast seinn ef þess þarf. Ósætti milli leigusala og leigutaka má stórlega minnka með óháðri úttekt við gerð leigusamnings.
Almennar fyrirspurnir má senda á
Tölvupóstfang:
eða hringja í síma 612-3524